Loading

Skilmálar

Almennt

Sker.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, tæknilegra mistaka og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Þar sem Nostrið er ótrúlega næs þá bjóðum við fría heimsendinu af öllum vörum. Ef þér liggur hins vegar á að fá vöruna skaltu setja þig í samband við okkur og við leysum málið.

Nostr.is ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Nostr.is og þangað til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.

Afgreiðsla og afgreiðslutími

Vörur eru afgreiddar á pósthús innan þriggja virkra daga nema Nafnspjöldin – þau taka 10-14 daga. Vilji svo til að varan sé ekki til á lager verður haft samband við við kaupanda og annað hvort tilkynnt um nýjan afhendingartíma eða endurgreiðslu á vörunni samdægurs.

Skilmálar teljast samþykktir við staðfestingu á kaupum í vefverslun.

Verð

Innifalið í verði vörunnar er 24% virðisaukaskattur. Nostr áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð eru í íslenskum krónum. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og myndarugl. Nostr áskilur sér rétt til að hætta við viðskiptin hafi rangt verð eða röng mynd fylgt vörunni á vefsíðunni.

Greiðslumáti

1. Millifærsla.

  • Þegar gengið er frá pöntun færðu senda pöntunarstaðfestingu í tölvupósti. Þegar þú hefur móttekið hana millifærir þú upphæðina inn á:
    Banki: 0513-26-411216 – kt: 411216-0120 og sendir staðfestingu á nostr@nostr.is. Pöntunin er svo tekin saman þegar staðfestingin berst.

2. Kreditkort

  • Færslur fara í gegnum greiðslusíðu Borgunar og þar þarf að fylla út kortanúmer, gildistíma og öryggisnúmer. Nostr.is geymir engar greiðslukortaupplýsingar hjá sér.

Skilaréttur:

Skilaréttur er 14 dagar frá útgáfudegi reiknings. Vöru þarf að skila gegn framvísun kvittunar. Viðskiptavinur fær inneignarnótu að sömu upphæð sem hægt er að nota á vefversluninni. Skilavörur þurfa að vera í sínu upprunalega ástandi og upprunalegar umbúðir þurfa að fylgja. Ef vara skemmist við sendingu þá vinsamlegast geymið pakkningarnar og látið okkur vita strax í netpósti á nostr@nostr.is. Útsöluvörum er ekki hægt að skipta nema í aðra útsöluvöru. Ef vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar. Skilaréttur gildir ekki um vörur sem keypt er á útsölu nema um annað er sérstaklega samið.

Öryggismál:

Alþjóðlegu kortafyrirtækin VISA, MasterCard og American Express hafa komið sér upp öryggisstaðli: PCI-DSS / Payment Card Industry Data Security Standard sem miðar að því að vernda kortaupplýsingar og lágmarka misnotkun þeirra. Við geymum engin kortanúmer og allar kortafærslur fara í gegnum vef Borgunnar hf.  Allt greiðsluferlið er í samræmi við öryggiskröfur frá alþjóðlegum kortafyrirtækjum eða svokölluðum PCI-DSS staðli.

Rekstraraðili:

Knall ehf.

kt. 411216-0120

Auðbrekku 10

s. 670-1414

n. nostr@nostr.is

Eigendur Nostr eru Þóra Sigurðardóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir.

Annað

Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila. Allir sem versla hjá okkur verða skráðir sjálfkrafa á póstlistann hjá okkur.
X