Loading

Um Nostr

umokkur

Einu sinni voru tvær konur sem elskuðu fallega hluti…

Nostr er hugarfóstur Kolbrúnar Pálínu Helgadóttur og Þóru Sigurðardóttur. Saman deila þær mikilli ástríðu fyrir fallegum heimilum, hönnun og vel rituðu máli.

Hugmyndin að baki nostr.is er að sameina alla þessa þætti með vönduðu veggjaprýði. Móðurhjörtun fundu sig knúin til að byrja á veggjum barnaherbergjanna enda mikilvægt að litla fólkinu líði vel í sínu umhverfi, en þær stöllur eru mæður fjögurra frábærra barna. Þó ekki saman.

Þær vildu umvefja sig hvetjandi og sterkum orðum…

Ekki er minna mikilvægt að fullorðna fólkinu líði vel innan veggja heimilisins og því verður áherslan ekki síður á að gleðja augu og hjörtu þeirra með fallegum plaggötum frá Nostr.

Saman hafa þær Kolbrún og Þóra viðamikla reynslu úr íslenskum fjölmiðlum, dagblaða, tímarita, handrita- og sjónvarpsgerðar, bókaskrifum og meira til.
Deila þær því dálæti sínu á íslensku máli og vilja halda heiðri þess á lofti með þessu fagra formi.

Orðið nostr er þolfall af sögninni nostra enda fátt notarlegra en að nostra við hlutina, heimilið, matinn og í raun bara hvað sem er – þegar tími gefst.
Hér verður því nostrað við sérhvern hlut, sérhvert orð og sérhvert handtak af mikilli ástríðu og einlægni sem vonandi skilar sér á veggi íslenskra heimila.

Og nú getur þú eignast eintak…

 

 

X