Loading

Orð eru álög

Ég hef alltaf verið gríðarlega hrifin af orðum. Orð á prenti eru jafnvel enn stórkostlegri og máttur orða er mikill. Það var því ekki flókin pæling sem lá að baki Hamingjunni og Ástinni en þar má segja að blandist ást okkar Kollu á mætti orðanna, fallegri grafík og íslenskri tungu. Hljómar gríðarlega hástemmt og vandað en á eitthvað svo vel við. Kolla er mjög grá í eðli sínu og því á hún bakgrunninn skuldlaust. Sem mikill fagurkeri og sérfræðingur í gráu sannfærði hún mig um að þetta væri algjörlega málið og eftir að hafa séð þetta í ramma upp á vegg verð ég að vera sammála. Myndirnar eru bæði fallegar saman og í sitt hvoru lagi – rétt eins og orðin sem þær geyma.

Þóra

 

Leave a Reply

X