Loading

Barnaherbergjablæti

Ég hef verið með barnaherbergjablæti síðan löngu áður en ég eignaðist börn. Þessi þörf fyrir að skapa fallegt rými þar sem barnið nýtur sín og ást móðurinnar á fallegum hlutum fær sín notið fær sérstaka útrás nánast allan ársins hring og í raun er fremur einfalt að gera fallegt barnaherbergi. Grunnatriðin að mínu mati er að herbergið sé hlýlegt og auðvitað fallegt. Málning skiptir miklu máli og það má umbreyta ljótum og lúnum húsgögnum með málningu og gera þau sem ný. Einnig skiptir lýsing máli og þá koma lampar með hlýlegri birtu sterkir inn. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að hafa eitthvað fallegt á veggjunum og þar kemur Nostr sterkt inn með Stafrófinu í fjórum útgáfum og Vögguvísu. Vögguvísa er eins og allir eiga að vita úr Dýrunum í Hálsaskógi og var á dögunum valið ástsælasta barnaljóð Íslendinga. Von er á fleiri týpum bráðlega.

Þóra

Leave a Reply

X